Um okkur

Sviðslistahópurinn Fullorðið fólk

samanstendur af sviðslistakonununum Önnulísu Hermannsdóttur og Björk Guðmundsdóttur sem hafa starfað saman við sviðslistir síðan árið 2018. Hópurinn heldur úti hlaðvarpinu Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið sem hóf göngu sína á Útvarpi 101 í janúar 2022 og frumsýndi breska einleikinn Girls and boys eftir Dennis Kelly í maí 2022. Í kjölfarið ferðuðust Annalísa og Björk um landið með einleikinn og munu taka hann upp aftur í apríl 2023 í Tjarnarbíó. Hópurinn vinnur einnig að spunastuttmynd sem er væntanleg til sýninga 2023.


Annalísa Hermannsdóttir

er sviðshöfundur, leikstjóri og tónlistarkona. Hún útskrifaðist með BA gráðu í sviðslistum af sviðshöfundabraut LHÍ í júní 2021 og stundaði nám við rytmíska tónlistarbraut FÍH/MÍT á árunum 2017-2019. Annalísa vinnur einnig í kvikmyndagerð, en nýjasta myndbandsverkið hennar „Ég er bara að ljúga er það ekki?“” vann tónlistarmyndband ársins 2022 á Íslensku tónlistarverðlaununum og hlaut einnig leikstjórnarverðlaun Sólveigar Anspach.

Björk Guðmundsdóttir

er leikkona og grínisti. Hún útskrifaðist með BA gráðu í leiklist af leikarabraut LHÍ í júní 2021. Björk er einnig meðlimur í Improv Ísland og situr þar sem formaður í stjórn. Hún hefur tekið þátt í ýmsum sviðslistatengdum verkefnum.