Hlaðvarpið

Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið

Skrolla

 

Í hverjum þætti fá þær til sín gesti sem tengjast viðfangsefni þáttarins á einhvern hátt. Viðfangsefni sem tekin eru fyrir í þáttunum eru til dæmis
hjarðhegðun, áhorfendaáhrif, samsæriskenningar, áhugi fólks á morðum, tarotspil, stjörnuspeki, spurningalistar, aðlögunarhæfni og ímynd.

 

Hlaðvarpið Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið fjallar um breyskleika manneskjunnar. Hlaðvarpsþættirnir komu út í lok janúar og eru unnir í samstarfi við Útvarp 101. Í þáttunum velta Annalísa og Björk fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en óvísindalegan hátt.

 
 

,,…en þær eru sestar hér þessar litlu eða stóru stelpur og vilja velta fyrir sér akkúrat þessu, öllu þessu sem hér á undan hefur verið talið upp, og helst þessu síðasta; sálfræði og menningu. Þær vilja velta fyrir sér og rannsaka hugarstarf og hegðun Homo sapiens, fullorðins fólks, breyskra manna, klókra kvenna - og þær vilja skilja af hverju, af hverju fólk gerir það sem það gerir, af hverju það hugsar eins og það hugsar, af hverju það elskar það sem það elskar, af hverju það er svona eins og það er. Og þessi óvísindalega, fáránlega, ruglaða en skemmtilega rannsókn kallast: Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið.”

Next
Next

Stelpur og strákar