Stelpur og strákar

Skrolla

 
 
 
 

Girls and boys var frumsýnt á íslensku í Gaflaraleikhúsinu í lok maí 2022 í uppsetningu Fullorðins fólks.
Í kjölfarið lagði Fullorðið fólk land undir fót og ferðaðist með einleikinn um landið; til Seyðisfjarðar, Eskifjarðar, Borgarness, Selfoss og Þingeyrar.

 
 
 

STELPUR OG STRÁKAR er einleikur eftir breska leikskáldið Dennis Kelly sem fékk einróma lof gagnrýnenda við uppsetninguna í Royal Court Theatre í London árið 2018. Einleikurinn, sem heitir á frummálinu Girls and boys, hefur nú verið þýddur yfir á íslensku af Matthíasi Tryggva Haraldssyni, og settur upp hér á landi í fyrsta sinn af sviðslistahópnum Fullorðið fólk.

 
 
 
 
 
 
 

Verkið var frumsýnt í Royal Court í London árið 2018 í leikstjórn Lyndsey Turner. Þá fór leikkonan Carey Mulligan með aðal- og eina hlutverk einleiksins.

 
 
 

,,We didn’t create society for men, we created it to stop them.”

 
Previous
Previous

Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið

Next
Next

Mávar, staðir, hlutir